Innosensia by Kira Kira

Kira Kira and Duo Harpverk made a track for the langspil album
Mon Jan 22 2024
An album art work with a black and white photo of a young woman, text at the bottom saying Intelligent Instruments Lab, Innosensia, Kira Kira featuring Duo Harpverk

Innosensia

The seventh track on the proto-langspil album is out now! Our good friend Kira Kira has written another piece for the album, this time joined by Duo Harpverk. Her full name is Kristín Björk Kristjánsdóttir and for those who don’t know, she is an Icelandic artist, musician and filmmaker creating mostly under her Kira Kira moniker. Born in Reykjavik and based in Stokkseyri, Iceland, Kristin comes from a background of visual art and playful filmmaking and has been releasing experimental ambient music since 2005.

Listen on Spotify

Listen on Youtube

In a mysterious vault underneath the Harpa music hall in Reykjavík there is a kingdom of musical instruments guarded by Dutch percussionist Frank Aarnink. An absolute dream for a sound explorer like Kira Kira to get lost in and come out with a new piece of music! Harpist Katie Buckley and Frank perform together as Duo Harpverk and as such a dynamo they invited Kira to write music for them. It took a few years to happen, but when film director Kamell Allaway asked Kira to score his horror short “Shadow” things fell effortlessly in place. Innosensia is a moment from the creative space that came to be through Duo Harpverk, the mesmerising instrument vault underneath Harpa and the horror film “Shadow,” combined with the voice of the feedback harp that is the proto-langspil.

Kira Kira says: There was a scene where the director kept asking me to crank up the angst and the terror in the music and the proto-langspil really came through for me there. It has this quality of an untameable beast that bursts into out-of-control howls and growls, much like the moods that haunt one of the main characters of Shadow.

Kira Kira’s first album, Skotta, holds her early compositions for contemporary dance and theatre as well as sound installations, while the releases that followed took a turn into adventurous pop with a 5 piece band that toured with her around the world for some years. Now she’s about to release her 6th LP which is probably the most loving album of her career.

So it’s kind of fun, she explains, that it so happens that Innosensia is being released just before the film. It’s a healthy reminder that light and dark must coexist to keep balance. She says she started out making experimental noise music but in recent years has gravitated more towards meditative ambient:

‘It was fun to connect to my roots and find out how effortlessly the wild, gritty noises stream through me when I let them.’

Information on previous tracks on the album can be found here:

Gufunes by Keli (feat. EstHer)

Gjafir Kairos by Kira Kira (feat. Eyjólfur Eyjólfsson)

Trio for Lokkur, Langspil and Proto-Langspil by Berglind María Tómasdóttir

Free Again by Egill Sæbjörnsson

Lampinn by Eydís Kvaran

untitled fragment, work-in-progress, whispering by Davíð Brynjar

All released tracks on Spotify

Josh Wilkinson did the mastering. The project is supported by the Recording fund and Composer’s fund of Bylgjan and Stöð 2.

black and white photo of a woman hitting a gong cymbal while recording with perc in the background

Kira Kira recording

//

Kira Kira og Duo Harpverk sömdu lag fyrir langspilsplötuna

Sjöunda lagið á prótó-langspilsplötunni er komið út! Góðvinkona okkar Kira Kira hefur samið annað verk fyrir plötuna, að þessu sinni með Duo Harpverk. Kira Kira heitir fullu nafni Kristín Björk Kristjánsdóttir og fyrir þá sem ekki vita er hún íslensk listakona, í tónlist og kvikmyndalist sem skapar að mestu undir nafni sínu Kira Kira. Kristín er fædd í Reykjavík og með aðsetur á Stokkseyri á Íslandi, kemur úr myndlist og kvikmyndagerð og hefur gefið út tilraunakennda ambient tónlist síðan 2005.

Hlusta á Spotify

Hlusta á Youtube

Í dularfullri hvelfingu undir tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík er hljóðfæraríki sem hollenski slagverksleikarinn Frank Aarnink gætir. Algjör draumur fyrir hljóðkönnuði eins og Kiru Kiru að villast inn í og koma út með nýtt tónverk! Hörpuleikarinn Katie Buckley og Frank koma fram undir nafninu Duo Harpverk og buðu þau Kiru að semja tónlist fyrir sig. Það tók nokkur ár að koma því í verk, en þegar kvikmyndaleikstjórinn Kamell Allaway bað Kiru um að semja tónlist fyrir hryllingsstuttmyndina sína „Shadow“ small þetta saman. Lagið Innosensia er augnablik úr sköpunarrýminu sem varð til í gegnum Duo Harpverk, dáleiðandi hljóðfærahvelfinguna undir Hörpu og hina fyrrnefndu hryllingsmynd, ásamt hljóði prótó-langspilsins, sem Kira kallar endurgjafarhörpu.

Kira Kira segir: Í einu atriði bað leikstjórinn mig í sífellu um að auka kvíða og skelfingu í tónlistinni og prótó-langspilið kom virkilega vel út þar. Það hefur þennan eiginleika að láta sem ótemjandi skepna sem brýst út í stjórnlausu væli og urri, sem endurspeglar skapið sem ásækir eina af aðalpersónum Shadow.

Fyrsta plata Kiru Kiru, Skotta, geymir fyrstu tónsmíðar hennar fyrir nútímadans og leikhús auk hljóðinnsetningar, en útgáfurnar sem fylgdu þar á eftir breyttust í ævintýralegt popp með 5 manna hljómsveit sem ferðaðist með henni um heiminn í nokkur ár. Nú er hún að fara að gefa út sína 6. breiðskífu sem er líklega ástríkasta plata ferils hennar.

Svo það er svolítið skemmtilegt, útskýrir hún, að það vill svo til að Innosensia kemur út núna rétt áður en kvikmyndin verður sýnd. Það sé holl áminning um að ljós og myrkur verða að lifa saman til að halda jafnvægi. Hún segist hafa byrjað að gera tilraunakennda tónlist en á undanförnum árum hafi hún snúist meira í átt að hugleiðandi róindum:

„Það var gaman að tengjast rótunum mínum og komast að því hversu áreynslulaust villt og gróf hljóð streyma í gegnum mig þegar ég leyfi þeim það.“

Upplýsingar um fyrri lög á plötunni má finna hér:

Gufunes eftir Keli (feat. EstHer)

Gjafir Kairos eftir Kira Kira (feat. Eyjólfur Eyjólfsson)

Tríó fyrir Lokk, Langspil og Proto-Langspil eftir Berglindi Maríu Tómasdóttur

Free Again eftir Egill Sæbjörnsson

Lampinn eftir Eydísi Kvaran

untitled fragment, work-in-progress, whispering eftir Davíð Brynjar

Öll útkomin lög á Spotify

Josh Wilkinson sá um masterinn. Verkefnið er styrkt af Upptökusjóði og Tónskáldasjóði Bylgjunnar og Stöð 2.