About

Read about us in English or Icelandic.

English

The Intelligent Instruments Lab is an interdisciplinary research lab that investigates the role of artificial intelligence in new musical instruments. Music is our research base, but our methodology is grounded in the experimental humanities. In our lab, we explore how musical instruments can be applied as scientific instruments, for example through sonification.

We study creative AI from a broad humanities basis, involving musicians, computer scientists, philosophers and cognitive scientists in key international institutions. We explore the emerging language and discourse of creative AI, addressing how notions such as agency, autonomy, authenticity, authorship, creativity and originality change with these new technologies.

Our technical approach is to implement new machine learning in embodied musical instruments. We invent instruments that interact, learn and evolve in the hands of the performer. Our theoretical approach is to collaborate with researchers, artists and the public across in key studies of how creative AI alter our relationship with technology, social interaction and knowledge production.

The ii Lab is located at the University of Iceland, where we work on designing, building and testing new instruments in collaboration with other researchers, musicians and artists. We are based in the humanities with access to the university’s advanced workshops and labs. We seek to maintain a strong public engagement, for example through our Friday Open Labs, symposia and musical events.

Alt

Alt

Alt

Alt

Alt

Alt

Alt

Alt

Alt

Icelandic

Intelligent Instruments Lab er þverfagleg rannsóknarstofa sem skoðar hlutverk gervigreindar í nýjum hljóðfærum og tækni almennt. Við rannsóknir okkar með tónlist og hljóðfæri sem viðfang, en aðferðafræðin er í tilraunakenndum hugvísindum. Við skoðum hvernig tækni tónlistarinnar geta verið notuð sem tæki til vísindaiðkunar, til dæmis með hljóðgervingu.

Við rannsökum skapandi gervigreind á sviði hugvísinda í víðum skilningi í samstarfi við fræðifólk innan tónlistar, tölvunarfræði, hugrænum vísindum og heimspeki sem starfa við helstu lykilstofnanir heims í þessum vísindagreinum. Við skoðum hvernig orðræðan á bak við skapandi gervigreind þróast og út frá fyrrnefndum tækninýjungum könnum viðhorf fólks til hugtaka eins og atbeina, sjálfstæði, höfundardeili, höfundarverk, sköpun og frumleika.

Rannsóknir okkar eru bæði tæknilegar og fræðilegar. Í tæknilegri nálgun okkar þróum við nýja tegund vélanáms (machine learning) fyrir hljóðfæri. Við finnum upp hljóðfæri sem geta lært og þróast í höndum hljóðfæraleikarans þannig að hljóðfærið og spilarinn virka gagnkvæmt hvort á annað. Í fræðilegri nálgun stundum við náið samstarf við rannakendur, listafólk og almenning á fræðasviðum sem skoða hvernig skapandi gervigreind hefur áhrif á samband okkar við tækni, félagsleg samskipti og þekkingarframleiðslu. Þar höfum við sérstakan áhuga á að rannsaka breytta orðræðu í um skapandi gervigreind.

Rannsóknarstofan starfar við Háskóla Íslands, þar sem við vinnum að hönnun, smíði og prófunum á nýjum hljóðfærum í samstarfi við aðra rannsakendur, tónlistar- og listafólk. Við höfum aðsetur á Hugvísindasviði skólans og með aðgang að fullbúnum verkstæðum og góðri rannsóknaraðstöðu. Við viljum efla tengsl okkar við almenning og sem dæmi má nefna Open Lab viðburðina okkar á föstudögum í Veröld - Húsi Vigdísar, þar sem dyrnar okkar standa opnar fyrir hvern sem vill kynna sér starfið betur. Einnig tökum við þátt og stöndum fyrir fræðslufundum, málþingum og tónlistarviðburðum.