Baskatónlist á Ströndum

Vinnustofa í txalaparta í Hveravík
Mon Apr 03 2023

Dagsetning: 8. april 2023
Staðsetning: Hveravík á Ströndum
Vinnustofa: 13:00-18:00
Tónleikar: 20:00-22:00 (þátttaka valkvæð)
Skráningarfrestur: 6. apríl 2023
Two people playing wooded planks with heavy sticks.

Riina Finnsdóttir og Nicola Privato spila á Txalaparta á bókasafninu í LHÍ Þverholti.

Á Strákatanga útaf Hveravík gerðu baskar að hval fyrir nokkrum öldum. Má gera ráð fyrir að þeir hafi hlýjað sér í heitum hver og spilað tónlist á kvöldin eftir langan vinnudag? Hvernig tónlist væri það og hvaða hljóðfæri væru þeir með? Um það er erfitt að segja, en við gætum ímyndað okkur í gamni að þeir hafi spilað á txalaparta.

Txalaparta er gamalt og hefðbundið baskneskt slagverkshljóðfæri sem spilað er á af tveimur hljóðfæraleikurum í einu. Hljóðfærið sjálft er ekki flókið, nokkrar spýtur (úr rekaviði?) til að lemja á og góðir, þungir kjuðar til að slá á þær. Þó að hljóðfærið sé einfalt, þá er listin samtalið á milli hljóðfæraleikaranna og þar liggur galdurinn líka.

Laugardag fyrir Páska verður vinnustofa á Hveravík þar sem fólk getur komið og numið listina að spila á txalaparta. Það þarf enga tónlistarkunnáttu, bara áhuga á að prófa og læra. Og þetta er tónlistarhefð sem ætti að henta Strandamönnum vel, þar sem rekaviður hentar einkar vel til txalaparta tónlistariðju og einfalt að breyta drumbum á strönd í hljóðfæri fyrir leik.

Í þessari vinnustofu fáum við til okkar tvo txalaparta-leikara frá Bilbao og munu þeir sýna okkur hvaða tækni er best að nota til að spila á hljóðfærið og svo munum við gera nokkrar æfingar og spinna saman. Við munum einnig kíkja á snjall-txalaparta sem hefur að geyma stafræna viðbót sem hönnuð er með vélanámi (machine learning) af meðlimum Intelligent Instruments Lab rannsóknarstofunnar í Listaháskóla Íslands. Við munum skoða hvernig gervigreindartækni getur orðið partur af tónlistarflutningi en fyrst og fremst ætlum við að hafa gaman og kynnast þessu magnaða hljóðfæri, hefðina á bak við það og sögu þess.

Til að krydda þetta með öðru fjöri, þá kemur Magnús Rafnsson til okkar og heldur smá tölu um veru baska á Ströndum, hinumegin við þjóðveginn, og Bergsveinn Birgisson gæti tekið uppá því að kveða eins og eina rímu. Hann ætlar aðeins að kynna líka hina íslensku hefð að hlusta á rekavið. Ibon og Enrike munu spila tónlist sína eftir vinnustofuna og kannsi við hin, sem æfðum okkur á txalaparta, spilum eitthvað líka?

Til að taka þátt í vinnustofunni, skráið ykkur hér: https://forms.office.com/e/inNMCneBWG

En okkur langar til að hafa vinnustofuna opna fyrir gesti og gangandi, svo að ef einhver á leið framhjá Hveravík á laugardaginn, endilega kíkið við og sjáið þetta skrýtna hljóðfæri og fræðist meira um það. Tónleikarnir verða svo klukkan 8 um kvöldið.



People using wooden sticks to hit planks.

Ætli hægt sé að smíða álíka slagverk með rekaviði?

Sjá leiðbeinendurna á vinnustofunni spila á hljóðfærið:

hér.
Txalaparta planks stacked side by side with sensors at the bottom.

Er hægt að spila á txalaparta með gervigreind?

Vinnustofa þessi er skipulögð af Intelligent Instruments Lab sem starfar við Listaháskóla Íslands ástamt Hveravík, Bergsveini Birgissyni og öðru góðu fólki. Fyrir þá sem hafa áhuga á tónlist baskanna, þá verða tónleikar á Mengi, Reykjavík, þann 6. apríl, með Ibon RG and Enrike Hurtado. https://iil.is/news/experimental_basque

Seen from the side, a man and a woman play percussion.

Öll eru velkomin á vinnustofuna í Hveravík.