Evrópusamvinna í 30 ár - Uppskeruhátíð Evrópuverkefna

Rannís Event for European Cooperation for 30 years
Mon May 06 2024
Rannís Event for European Cooperation for 30 years

Rannís Event for European Cooperation for 30 years

Rannís Event for European Cooperation for 30 years

Miðvikudaginn 8. maí 2024 er öllum boðið á sérstaka uppskeruhátíð þar sem Evrópusamvinnu verður fagnað.

Á hátíðinni verður fagnað árangri undanfarinna ára þar sem gestir geta kynnt sér fjölmörg verkefni sem hafa fengið styrki úr áætlunum ESB. Verkefnin koma alls staðar að úr samfélaginu, enda hafa samstarfsáætlanir ESB styrkt íslenska aðila á sviði menntamála, kvikmyndagerðar, æskulýðsmála, rannsókna, nýsköpunar, almannavarna og fleiri sviðum.

Á sýningarsvæði hátíðarinnar í Kolaportinu munu sýnendur taka á móti gestum með fróðleik og skemmtun um árangur þeirra verkefna sem styrkt hafa verið og áhrif þeirra á íslenskt samfélag.

Þá verður sérstök dagskrá á sviði þar sem styrk verkefni gleðja gesti með söng og tónlist svo eitthvað sé nefnt.

Og að sjálfsögðu verður gestum boðið upp á afmælisköku og kaffi eins og á öllum alvöru afmælishátíðum.

Evrópusamvinna í 30 ár er sannkölluð uppskeruhátíð fyrir íslenskt samfélag og er fólk á öllum aldri velkomið að mæta, fræðast og fagna með okkur.

Nánari upplýsingar á heimasíðu Rannís: